Steingrímur á fund AGS í Istanbúl

Frá Istanbúl í Tyrklandi
Frá Istanbúl í Tyrklandi Reuters

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fer á ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Istanbúl í Tyrklandi á morgun. Viðræður standa nú yfir við Breta og Hollendinga um Icesave nauðsynlegt þykir að ná lendingu í málinu áður en hann fer út. Auk Steingríms fer Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og Jón Sigurðsson sem stýrt hefur lánaviðræðum Íslendinga við hin norrænu ríkin.

Í fréttum RÚV í hádeginu kom fram að Steingrímur muni eiga mikilvæga fundi í Istanbúl en hann verður þar í viku. Meðal annars eigi hann fund með hollenska fjármálaráðherranum.

Sagði Steingrímur í fréttum RÚV að væntanlega muni hann funda með breska fjármálaráðherranum og jafnvel þeim báðum saman. Eins verða fundir með fjármálaráðherra Póllands og hinna Norðurlandanna. Jafnframt mun Steingrímur ræða við fulltrúa alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert