Telegraph fjallar um húsleitir

Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir.
Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir. mbl.is/Golli

Breska dagblaðið Telegraph fjallar um húsleitir embættis sérstaks saksóknara húsakynni endurskoðunarfyrirtækjanna PricewaterhouseCoopers og KPMG í dag.

Þar kemur fram að lagt hafi verið hald á ýmis gögn, sem tengist rannsókn saksóknara á meintum brotum Landsbanka Íslands, Glitnis og Kaupþings.

Fram kemur á vef Telegraph að málið þyki vera hið vandræðalegasta fyrir endurskoðunarfyrirtækin, sem séu á meðal fjögurra stærstu endurskoðunarfyrirtækja í heiminum.

Frétt um málið á vef mbl.is fyrr í dag.

Frétt Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert