Vilja utanþingsstjórn

Borgarahreyfingin
Borgarahreyfingin mbl.is

Borg­ara­hreyf­ing­in vill að utanþings­stjórn taki við stjórn­artaum­un­um á Íslandi, að því er fram kem­ur í grein Val­geirs Skag­fjörð, for­manns Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar á vef hreyf­ing­ar­inn­ar. Borg­ara­hreyf­ing­in fékk fjóra menn kjörna á þing í vor en þeir hafa all­ir yf­ir­gefið Borg­ara­hreyf­ing­una.

„Borg­ara­hreyf­ing­in krefst þess að ís­lensk­ir ráðamenn komi hreint fram og sýni þann mann­dóm að ræða stöðu al­var­legra mála und­an­bragðalaust. Kom­inn er tími til að sam­eina krafta og hætta öllu flokk­spóli­tísku karpi.

Utanþings­stjórn skipuð val­in­kunnu fag­fólki og fræðimönn­um gæti orðið það sam­ein­ing­ar­tákn sem þjóðin þarf svo nauðsyn­lega á að halda á sögu­leg­um tím­um sem þess­um. Við stönd­um á kross­göt­um og stuðning­ur þjóðar­inn­ar sjálfr­ar er for­senda þess að vel fari.

Ekki verður leng­ur við það unað að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn segi rétt­kjörn­um full­trú­um al­menn­ings fyr­ir verk­um og setji hags­muni Breta og Hol­lend­inga ofar hags­mun­um Íslend­inga sjálfra. Óviss­an um það hverj­ir fara raun­veru­lega með stjórn mála er óþolandi. Reynt skal með öll­um ráðum að losa hreðja­tak AGS og leita aðstoðar Norðmanna með fjár­stuðning og bak­trygg­ingu auk póli­tísks stuðnings frá öðrum Evr­ópuþjóðum.

Borg­ara­hreyf­ing­in styður auk þess þá ákvörðun Ögmund­ar Jónas­son­ar að taka ekki þátt í rík­is­stjórn blekk­inga og þving­ana og hvet­ur stjórn­ar­liða til að láta ekki leiða sig eins og lömb til slátr­un­ar," að því er seg­ir á vef Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert