Engar framkvæmdir á árinu með aðkomu lífeyrissjóðanna

Suðurlandsvegur í Svínahrauni
Suðurlandsvegur í Svínahrauni

Tvö­föld­un Suður­lands­veg­ar er efst á lista Vega­gerðar­inn­ar í sam­bandi við átak með aðkomu líf­eyr­is­sjóðanna að fjár­mögn­un op­in­berra verk­efna, en ljóst er að eng­ar fram­kvæmd­ir í þessa veru hefjast á ár­inu.

Í stöðuleika­sátt­mál­an­um eru til­tek­in fimm vega­verk­efni sem skoða á sér­stak­lega, þ.e. tvö­föld­un Suður­lands­veg­ar, tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar á Kjal­ar­nesi, Vaðlaheiðargöng, Sunda­braut og tvö­föld­un Hval­fjarðaganga. Hreinn Har­alds­son vega­mála­stjóri seg­ir að unnið hafi verið að því að reikna út kostnað og hvar þessi verk­efni standa í und­ir­bún­ingi varðandi skipu­lag, um­hverf­is­mál og fleira. Arðsem­isút­reikn­ing­ar séu á loka­stigi en arðsem­in sé grunn­ur að aðkomu líf­eyr­is­sjóðanna. Komi þeir að fjár­mögn­un­inni sé skil­yrði að taka upp veg­gjöld á viðkom­andi fram­kvæmd og eft­ir sé að finna flöt á þeim.

Hreinn seg­ir að Suður­lands­veg­ur­inn sé fremst­ur á blaði. Und­ir­bún­ing­ur Vaðlaheiðarganga sé líka langt á veg kom­inn, en vænt­an­lega liggi málið skýr­ar fyr­ir í næstu viku.

Arn­ar Sig­ur­munds­son, formaður Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, seg­ir að verk­efni með aðkomu líf­eyr­is­sjóðanna megi ekki auka skuld­ir rík­is­sjóðs og verði að vera sjálf­bær, en þau hefj­ist ekki í ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert