Fundi með stjórnarandstöðu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

Fundi full­trúa stjórn­ar­and­stöðunn­ar á Alþingi og ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar um stöðuna í Ices­a­ve-mál­inu er lokið. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagðist eft­ir fund­inn hafa þar lagt áherslu á að fram­kvæmda­valdið væri bundið af ákvörðun Alþing­is um fyr­ir­vara við rík­is­ábyrgð.

Bjarni sat fund­inn ásamt Birki Jóni Jóns­syni, vara­for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­manni Hreyf­ing­ar­inn­ar. 

Bjarni sagðist á eft­ir vera ánægður með að rík­is­stjórn­in hefði fall­ist á þá kröfu hans að upp­lýsa hann og aðra full­trúa stjórn­ar­and­stöðunn­ar um stöðu mála varðandi Ices­a­ve. Hann sagði, að trúnaður yrði að ríkja um málið á meðan enn stæðu yfir viðræður við viðsemj­end­ur Íslend­inga en aug­ljóst væri, að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar hefðu ekki fall­ist á alla þá fyr­ir­vara við rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve-lán­um, sem Alþingi setti.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert