Joly: Erlendir sérfræðingar væntanlegir

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is/Ómar

Eva Joly, ráðgjafi embættis sérstaks saksóknara, segir að erlendir sérfræðingar frá bresku stofnuninni Serious Fraud Office séu væntanlegir til Íslands síðar í þessum mánuði til að aðstoða við við rannsókn á efnahagsbrotum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Útvarps.

Joly segir jafnframt að fyrstu ákærurnar vegna efnahagsbrota sem tengjast hruninu gætu komið í kringum næstu áramót. 

Joly segist ánægð með hvernig gangi með rannsókn mála sem tengjast efnahagshruninu. Hún telur þó að fleiri starfsmenn vanti hjá embættinu

Fram kom að búið sé að koma á tengslum við eftirlitsstofnanir í Lúxemborg og sérfræðinga hjá Interpol. Þá hafi norski ríkissaksóknarinn boðið fram sína aðstoð.

Serious Fraud Office er sérstök stofnun hliðsett efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar sem rannsakar meiriháttar efnahagsbrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka