Leggjast gegn Bitruvirkjun

Ölkelduháls.
Ölkelduháls.

Náttúruverndarsamtök Íslands leggjast gegn auglýstri skipulagsbreytingu Ölfuss og segja að þar sé gert ráð fyrir stóraukinni sókn Orkuveitu Reykjavíkur í orkuauðlindir á Hengilssvæðinu með tilheyrandi fórnum á stórbrotinni náttúru svæðisins.

Segjast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa lagst eindregið gegn frekari virkjunum á svæðinu og þá einkum og sér í lagi virkjun við Ölkelduháls, sem gjarnan sé kennd við Bitru.

Á annað þúsund manns hafi gert  alvarlegar athugasemdir þegar sveitarfélagið auglýsti skipulagsbreytingu þar sem gert var ráð fyrir sams konar virkjun á miðju ári 2008. Afgreiðslu þeirrar tillögu var á þeim tíma slegið á frest af hálfu sveitarfélagsins. Segja Náttúruverndarsamtök Íslands, að athugasemdum, sem þá bárust, sé því enn ósvarað og skora á  sveitarstjórn Ölfuss að taka þær athugasemdir nú til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert