Lýsir yfir verklokum og lætur af störfum

Kárahnjúkavirkjun.
Kárahnjúkavirkjun. mbl.is/ÞÖK

Friðrik Sophusson mun formlega lýsa yfir verklokum á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka í dag. Það verður síðasta verk hans sem forstjóri Landsvirkjunar, því hann átti sinn síðasta vinnudag í gær og sat þá einnig sinn síðasta stjórnarfund í Samorku.

Friðrik hefur stýrt Landsvirkjun í rúmlega tíu ár, en áður var hann fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1991-1998. Á níunda áratugnum var hann varaformaður flokksins 1981 til 1989 og iðnaðarráðherra um skeið. Hann sat á Alþingi í tuttugu ár, frá 1978 til 1998.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka