Þingmenn drógu í gær um sæti í sal Alþingis. Eins og venjulega ríkti nokkur spenna um það hver hreppti sæti númer 13, en þeir sem það draga hafa oftar en ekki átt vísan frama í þinginu. Magnús Orri Schram, hinn ungi þingmaður Samfylkingarinnar, dró fyrstur, og upp kom talan 13.
Meðal þingmanna sem þarna hafa setið eru Ásta R. Jóhannesdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Sólveig Pétursdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristján Möller, Katrín Júlíusdóttir og Jón Bjarnason, en þau hafa öll gegnt ráðherraembættum.