Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að Per Olaf Lundteigen, þingmaður norska Miðflokksins, hafi umboð formanns flokksins til að leggja til að norska ríkið veiti Íslendingum aðgang að allt að 2000 milljarða króna lánsfé.
Í fréttum Ríkisútvarpsins var haft eftir Marianne Aasen, þingmanni Verkamannaflokksins, að aðeins væri um að ræða skoðanir Lundteigens og að lánafyrirgreiðsla til Íslands yrði að vera í tengslum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í viðtali við Sjónvarpið sagði Aasen að Lundteigen legði til að veita Íslandi lán óháð því hver þróunin yrði og þrátt fyrir að stjórnvöld á Íslandi hafi ekki farið fram á það og það væri óraunhæft.
Höskuldur sagði við mbl.is, að honum þætti miður að látið væri að því liggja að þetta væru einkaskoðanir Lundhagens. Hann væri talsmaður Miðflokksins í fjárlaganefnd norska þingsins og hefði komið því skýrt á framfæri að hann hefði umboð formanns Miðflokksins til að leggja fram þessar hugmyndir. En eins og Aasen hafi vísað til í viðtalinu við Sjónvarpiðl hafi íslensk stjórnvöld ekki óskað með formlegum hætti eftir láni af þessu tagi. Slík ósk myndi breyta stöðunni.