Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Ómar

Breska rík­is­út­varpið BBC ræddi í dag við Ögmund Jónas­son, fyrr­um heil­brigðisráðherra, og Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra, um Ices­a­ve-deil­una og stöðu efna­hags­mála á Íslandi. Þar seg­ir að mál­in séu rík­is­stjórn­inni ofviða, og að hún sé við það að springa.

„Okk­ur lík­ar það ekki þegar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn og Evr­ópu­sam­bandið geng­ur er­inda breskra og hol­lenskra stjórn­valda, og neyða okk­ur til að greiða [upp­hæð sem er] um­fram það sem okk­ur ber skylda til þess að gera,“ seg­ir Ögmund­ur í sam­tali við BBC.

Ögmund­ur seg­ir að Íslend­ing­ar séu reiðubún­ir til að greiða það sem þeim beri, en þeim líki ekki hegðun breskra og hol­lenskra stjórn­valda. 

„Við vild­um fara með málið fyr­ir evr­ópsk­an dóm­stól til að kom­ast að því hver okk­ar raun­veru­lega skylda væri,“ seg­ir Ögmund­ur og bæt­ir við að Ísland vilji hljóta sann­gjarna málsmeðferð.

Hann seg­ir að Hol­land og Bret­land hafi kallað eft­ir aðstoð AGS og farið fram á að sjóður­inn beiti sér sem einskon­ar lög­regla gegn Íslend­ing­um, sem eigi að fara eft­ir kröf­um breskra og hol­lenskra stjórn­valda í einu og öllu. ESB beiti sér í sama til­gangi gegn Íslend­ing­um.

Ögmund­ur svar­ar því ját­andi þegar fréttamaður BBC spyr hann hvort Ögmund­ur sé að saka Breta og Hol­lend­inga um að kúga fé út úr Íslend­ing­um.

Össur Skarp­héðins­son seg­ir að Hol­lend­ing­ar og Bret­ar séu mögu­lega, með aðgerðum sín­um, að skapa aðstæður hér á landi sem leiði til stjórn­ar­kreppu. AGS og Norður­lönd­in muni ekki veita Íslend­ing­um lán fyrr en Ices­a­ve sé út af borðinu.

Heyra má um­fjöll­un BBC hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert