Steingrímur heldur til Tyrklands

Steingrímur J. Sigfússon ræðir við fréttamenn í Stjórnarráðinu í dag.
Steingrímur J. Sigfússon ræðir við fréttamenn í Stjórnarráðinu í dag. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fór snemma af ríkisstjórnarfundi í Stjórnarráðinu nú í morgun en hann er á leið til Istanbul í Tyrklandi í tengslum við ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mun hann m.a. ræða við fjármálaráðherra Bretlands og Hollands um Icesave-deiluna.

Steingrímur sagði aðspurður, að ekki yrði um að ræða eiginlegar samningaviðræður heldur yfirferð yfir málið. Aðalatriðið væri að ná niðurstöðu en um væri að ræða milliríkjadeilu, sem þyrfti að fá lausn á.

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hittu í morgun fulltrúa stjórnarandstöðunnar á fundi og gerðu þeim grein fyrir stöðunni í málinu. Steingrímur sagði, að stjórnarandstaðan hefði verið rólegri nú en síðast þegar rætt var um Icesave og hefði ef til vill meiri skilning á stöðu mála nú.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert