Víða hálka á vegum

Víða er hálka á vegum landsins eftir snjókomu í gærkvöldi og nótt. Þannig er hálka og éljagangur á Hellisheiði og hálkublettir og él í Þrengslum. Hálka er á Holtavörðuheiði og krapi eða snjóþekja víða á fjallvegum á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Á Vestfjörðum er ófært um Tröllatunguheiði og þungfært er um  Þorskafjarðarheiði og Steinadalsheiði, Þæfingsfærð er á Hálfdán og á Dynjandisheiði.

Á Norðvesturlandi er snjóþekja á Þverárfjalli og snjóþekja og éljagangur á Vatnsskarði. Á Norðausturlandi er víða hálka og éljagangur. Þæfingsfærð á Öxarfjarðarheiði og Hólsandi, hálkublettir er á Hálsum og á Sandvíkurheiði. Hálka er á Mývatnsöræfum.

Austanlands er hálka á Möðrudalsöræfum og þæfingur og skafrenningur á Hellisheiði eystri. Hálka er á Vatnsskarði eystra. Hálka er á Fjarðarheiði og á Oddsskarði og hálkublettir á Fagradal og Breiðdalsheiði. Þæfingsfærð er á Öxi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert