Hundasýning Hundaræktarfélags Íslands hófst í dag í reiðhöll Fáks í Víðidal. Voru þá heiðraðir stigahæsti hundurinn og öldungur ársins ásamt afreks- og þjónustuhundi ársins 2009. Á morgun verður hins vegar ljóst hvaða hundar dómurunum þykja bera af.
Alls munu yfir 750 hreinræktaðir hundar af meira en 80 hundakynjum taka þátt í sýningunni sem hefur aukist að umfangi ár frá ári.