Fékk sýru í andlitið

Rannveig Rist
Rannveig Rist

Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar í byrjun ágúst. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið sem mun skilja eftir sig ör. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að atvikið hafi átt sér stað 5. ágúst síðastliðinn. Þá um nóttina voru unnin skemmdarverk á heimili hennar í Garðabæ. Komið hafi fram að málningu hafi verið skvett á íbúðarhúsið en nú liggi fyrir að þegar Rannveig hafi opnað framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn hafi sýra skvetts úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað.

Haft er eftir Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, að málið sé litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert