Gott til skamms tíma

Margir skulda bílalán í erlendri mynt.
Margir skulda bílalán í erlendri mynt. mbl.is/Golli

„Und­ir­tekt­ir eru al­mennt já­kvæðar meðal þing­manna við til­lög­um Árna Páls Árna­son­ar fé­lags­málaráðherra um aðgerðir til að létta greiðslu­byrði al­menn­ings vegna hús­næðis- og bíla­lána.

Lilja Móses­dótt­ir, Vinstri græn­um, seg­ir að aðgerðirn­ar geri fólki kleift að leyfa sér meira, „sem eyk­ur eft­ir­spurn og skap­ar at­vinnu, og það skil­ar aft­ur aukn­um skatt­tekj­um, sem er akkúrat það sem við þurf­um í dag“.

En hún seg­ir að áhrif­in hefðu verið meiri ef skulda­byrðin hefði líka verið minnkuð, „sem ekki gafst svig­rúm til, meðal ann­ars vegna þrýst­ings frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum, skilst mér."

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokk, tek­ur und­ir að höfuðstóls­lækk­un hefði skilað já­kvæðari áhrif­um, „til dæm­is losað um hús­næðismarkaðinn."

En lagt er upp með að rík­is­sjóður beri eng­an kostnað af aðgerðunum og ekki Íbúðalána­sjóður, þar sem reiknað er með að lán­in inn­heimt­ist að fullu. „Kröfu­haf­ar í bönk­un­um hagn­ast á því að lán­in hald­ist sem mest í skil­um," seg­ir Árni Páll.

Formúl­an er kunn­ug­leg. „Í raun bygg­ist til­lag­an á sömu aðferðafræði og notuð var í fyr­ir­var­an­um við Ices­a­ve," seg­ir Tryggvi Þór Her­berts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Það er verið að plata fólk: Þú færð af­slátt á af­borg­un­um þínum á morg­un - þangað til ein­hvern tíma," seg­ir Þór Sa­ari. „Víst kem­ur þetta fólki til góða til skamms tíma, en það þarf að gera eitt­hvað raun­veru­legt í þessu máli."

Nán­ar er fjallað um þessi mál í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert