„VIÐ getum ekki útilokað að sveitarfélögin þurfi á skattahækkunum að halda og hækkun þjónustugjalda er víðast óhjákvæmileg,“ sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga meðal annars á fjármálaráðstefnu sambandsins.
Halldór sagði í ávarpi sínu á ráðstefnunni að aukin skattheimta ríkisins skerti mjög svigrúm sveitarfélaga til tekjuöflunar.
Fyrir sveitarfélögin hefðu áhrif bankahrunsins til þessa verið margvísleg m.a. skuldaaukning, tekjusamdráttur og aukin útgjöld vegna atvinnuleysis og 60-70% hækkun útgjalda í félagsþjónustu.