Hótuðu fólki lífláti með plastbyssu

Mennirnir hótuðu fólki með plastbyssu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki …
Mennirnir hótuðu fólki með plastbyssu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. AP

Lögreglan hafði afskipti af tveimur ungum mönnum í miðborg Reykjavíkur í nótt, en mennirnir eru sakaðir um að hafa ógnað fólki í efri byggðum borgarinnar með skammbyssu og hótað því lífláti. Nokkrar slíkar tilkynningar bárust lögreglu.

Lögreglan fékk lýsingu á bifreið mannanna og hafði uppi á þeim í nótt. Í ljós kom að mennirnir, sem eru 18 og 20 ára, höfðu hótað fólkinu með plastbyssu. Lögreglan stöðvaði mennina og ræddi við þá á staðnum. Varðstjóri segir að málið varði við vopnalög og hótanir, en lagt var hald á byssuna. Málið er í rannsókn og mennirnir verða kallaðir til frekari skýrslutöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert