Telur útilokað að leggja nýja skatta á álverin

Byggingarframkvæmdir við fyrirhugað álver í Helguvík.
Byggingarframkvæmdir við fyrirhugað álver í Helguvík. mbl.is/RAX

„Þar er raun­veru­lega ákvæði þar sem rík­is­valdið lof­ar að leggja ekki ný gjöld á starf­sem­ina, gjöld sem skemmi fyr­ir rekstr­in­um,“ seg­ir Ágúst F. Haf­berg, fram­kvæmda­stjóri viðskiptaþró­un­ar hjá Norðuráli, um fjár­fest­ing­ar­samn­inga fyr­ir­tæk­is­ins vegna orku­kaupa hér­lend­is.

Fram kem­ur í fjár­laga­frum­varp­inu að lagður verði einn­ar krónu skatt­ur á hverja kílówatt­stund orku.

„Ann­ars veg­ar ger­um við orku­samn­inga og þar er verðið til­greint og það á ekki að bæt­ast neitt við það. Hins veg­ar er um að ræða fjár­fest­ing­ar­samn­inga, ann­ar þeirra er frá 2005 vegna Grund­ar­tanga og hinn sem er vegna Helgu­vík­ur er nýr, blekið er varla þornað á und­ir­skrift­un­um. Þess­ir fjár­fest­ing­ar­samn­ing­ar við ríkið ramma inn rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tæk­is­ins. Samn­ing­arn­ir eru til 20 ára og hug­mynd­in með þeim er að fyr­ir­tækið geti treyst því að um­hverfið verði með þess­um hætti, þess­ar for­send­ur breyt­ist ekki. Það fer eng­inn fjár­fest­ir með mikla pen­inga inn í landið án þess að hafa slíka vissu.

Álverið sem við ætl­um að reisa í Helgu­vík kost­ar 200 millj­arða króna og það er ekki hægt að fara með svona mikið fé inn ef fyr­ir hendi er hætta á að ríkið geti síðan lagt á skatt sem tek­ur alla ávöxt­un af pen­ing­un­um, komið aft­an að okk­ur. Fjár­fest­ing­ar­samn­ing­arn­ir loka fyr­ir þann mögu­leika,“ seg­ir Ágúst og tel­ur að samn­ing­arn­ir við Alcoa-Fjarðaál hafi verið nær eins að þessu leyti.
 
 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert