Vel heppnuð hátíð í Mýrdalnum

Frá kóramótinu í Vík í Mýrdal
Frá kóramótinu í Vík í Mýrdal Mbl.is/Jónas Erlendsson

Hátíðin „Regnboginn - list í fögru umhverfi“ stendur nú yfir í Vík í Mýrdal. Á meðal viðburða á fjölbreyttri dagskrá er kóramót þar sem keppt er um regnbogastjörnuna 2009 og er verðlaunaféð hundrað þúsund krónur.  Ákveðið var að þessu sinni að féð renni til Einstakra barna, styrktarfélags fyrir börn með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Einnig halda Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson tónleika.

Boðið er upp á margar listasýningar, meðal annars ljósmyndasýningar, myndlist, glerlistaverk, ullarlistaverk og götuleikhús svo nokkuð sé nefnt.

Í tilefni hátíðarinnar var hafin sala á ljóðabók Auðar Hansen, Hjartans rót, á bænum Norður-Götum í Mýrdal, en allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til einnig Einstakra barna. Allir viðburðir helgarinnar hafa verið vel sóttir bæði af heimamönnum og gestum.

Hátíðin hófst í gær en lokadagur hennar er á morgun.

Frá listasýningu á hátíðinni Regnboginn - list í fögru umhverfi.
Frá listasýningu á hátíðinni Regnboginn - list í fögru umhverfi. Mbl.is / Jónas Erlendsson
Auður Hansen selur ljóðabækur á bænum Norður-Götum í Mýrdal.
Auður Hansen selur ljóðabækur á bænum Norður-Götum í Mýrdal. Mbl.is / Jónas Erlendsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert