Fjórir handteknir

Lög­regl­an hef­ur hand­tekið fjóra karl­menn í tengsl­um hnífstungu­árás sem varð á Spít­ala­stíg í Reykja­vík í nótt. Þeir voru stöðvaðir í um­ferðinni í aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar nú síðdeg­is. Þeir hafa all­ir komið við sögu lög­reglu áður.

„Við tók­um þann sem við telj­um vera forsprakk­ann og fé­laga,“ seg­ir varðstjóri í sam­tali við mbl.is.

Menn­irn­ir, sem eru all­ir af er­lendu bergi brotnu, eru grunaðir um að hafa ráðist á karl­mann og stungið hann með hnífi um kl. 3 í nótt. Sá sem varð fyr­ir árás­inni er einnig af er­lendu bergi brot­inn. Hann er ekki sagður vera al­var­lega særður.

Lög­regl­an mun yf­ir­heyra menn­ina, en ekki ligg­ur fyr­ir að svo stöddu hvort ein­hverj­um muni verða sleppt eða gæslu­v­arðhalds kraf­ist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert