Fjórir handteknir

Lögreglan hefur handtekið fjóra karlmenn í tengslum hnífstunguárás sem varð á Spítalastíg í Reykjavík í nótt. Þeir voru stöðvaðir í umferðinni í austurhluta borgarinnar nú síðdegis. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður.

„Við tókum þann sem við teljum vera forsprakkann og félaga,“ segir varðstjóri í samtali við mbl.is.

Mennirnir, sem eru allir af erlendu bergi brotnu, eru grunaðir um að hafa ráðist á karlmann og stungið hann með hnífi um kl. 3 í nótt. Sá sem varð fyrir árásinni er einnig af erlendu bergi brotinn. Hann er ekki sagður vera alvarlega særður.

Lögreglan mun yfirheyra mennina, en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort einhverjum muni verða sleppt eða gæsluvarðhalds krafist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert