Lífskjör best í Noregi

Norðmenn hafa ástæðu til að fagna, enda bestu lífskjörin þar …
Norðmenn hafa ástæðu til að fagna, enda bestu lífskjörin þar skv. SÞ. Reuters

Samkvæmt nýrri lífskjaravísitölu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna er Noregur í efsta sæti, annað árið í röð. Listinn er birtur á hverju ári og er lagt mat á lífsgæði í 182 ríkjum. Ísland, sem deildi efsta sætinu með Noregi í fyrra, er nú í þriðja sæti. Það er hins vegar tekið fram að útreikningurinn byggir á tölum frá árinu 2007, eða fyrir hrun.

Ljóst er að efnahagshrunið mun hafa áhrif á lífsgæði í mörgum löndum.

Noregur fær einkunnina 0,971. Ástralía kemur næst á eftir með einkunnina 0,970 og Ísland fékk 0,969. Bandaríkin eru í 13. sæti, Danmörk í því 16. og Bretland í 22. sæti. 

Níger er á botninum með einkunnina 0,340, ásamt Afganistan (0,352) og Sierra Leone (0,365).

Skýrsla Þróunaráætlunar SÞ hefur verið gefin út árlega frá árinu 1990 og þar er lagt mat á fjölda hagstærða og annarra þátta, sem hafa áhrif á lífsgæði í löndunum.

Listinn yfir 10 efstu löndin er eftirfarandi:

  1. Noregur
  2. Ástralía
  3. Ísland
  4. Kanada
  5. Írland
  6. Holland
  7. Svíþjóð
  8. Frakkland
  9. Sviss
  10. Japan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert