Lífskjör best í Noregi

Norðmenn hafa ástæðu til að fagna, enda bestu lífskjörin þar …
Norðmenn hafa ástæðu til að fagna, enda bestu lífskjörin þar skv. SÞ. Reuters

Sam­kvæmt nýrri lífs­kjara­vísi­tölu Þró­un­ar­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna er Nor­eg­ur í efsta sæti, annað árið í röð. List­inn er birt­ur á hverju ári og er lagt mat á lífs­gæði í 182 ríkj­um. Ísland, sem deildi efsta sæt­inu með Nor­egi í fyrra, er nú í þriðja sæti. Það er hins veg­ar tekið fram að út­reikn­ing­ur­inn bygg­ir á töl­um frá ár­inu 2007, eða fyr­ir hrun.

Ljóst er að efna­hags­hrunið mun hafa áhrif á lífs­gæði í mörg­um lönd­um.

Nor­eg­ur fær ein­kunn­ina 0,971. Ástr­al­ía kem­ur næst á eft­ir með ein­kunn­ina 0,970 og Ísland fékk 0,969. Banda­rík­in eru í 13. sæti, Dan­mörk í því 16. og Bret­land í 22. sæti. 

Níg­er er á botn­in­um með ein­kunn­ina 0,340, ásamt Af­gan­ist­an (0,352) og Sierra Leo­ne (0,365).

Skýrsla Þró­un­ar­áætl­un­ar SÞ hef­ur verið gef­in út ár­lega frá ár­inu 1990 og þar er lagt mat á fjölda hag­stærða og annarra þátta, sem hafa áhrif á lífs­gæði í lönd­un­um.

List­inn yfir 10 efstu lönd­in er eft­ir­far­andi:

  1. Nor­eg­ur
  2. Ástr­al­ía
  3. Ísland
  4. Kan­ada
  5. Írland
  6. Hol­land
  7. Svíþjóð
  8. Frakk­land
  9. Sviss
  10. Jap­an
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert