Maður stunginn með hnífi í nótt

Karlmaður var stunginn með hnífi á Spítalastíg í Reykjavík um kl. 3 í nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir, að árásarmennirnir hafi komist undan og sé þeirra leitað. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús en lögregla segir að ekki sé vitað um ástand hans. 

Þrjár aðrar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Á veitingastaðnum Players var karlmaður handtekinn eftir líkamsárás en hann hafði hann sparkað ítrekað í liggjandi mann. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild í sjúkrabifreið. Árásarmaðurinn  gistir fangageymslu.

Þá var tilkynnt um tvær árásir á dyraverði.  Ráðist var á dyravörð í Laugardalshöllinni. Maðurinn er ómeiddur, að sögn lögreglu en  árásarmaður gistir fangageymslu. Þá var ráðist á dyravörð á Glaumbar um kl. 4 í nótt og meiddist hann á fæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka