„Mikilvægt að þetta sé í höfn“

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

„Það er mjög mik­il­vægt að þetta sé í höfn,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, um ný­und­ir­skrifaðan lána­samn­ing við Pól­verja. Hann seg­ir að nú sjá­ist fyr­ir end­ann á fjár­mögn­un þeirr­ar efna­hags­áætl­un­ar sem stjórn­völd hafa að und­an­förnu unnið að í sam­starfi við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn.

Lánið nem­ur 25 millj­örðum ís­lenskra króna og seg­ir Stein­grím­ur það veitt án nokk­urra skil­yrða, öðru en því að end­ur­skoðun Aljóðagjald­eyr­is­sjóðsins gangi eðli­lega fyr­ir sig.

Ný staða fyr­ir Pól­land

„Það var sér­stak­lega gam­an að eiga í þess­um sam­skipt­um við Pól­verja, því þeir voru svo já­kvæðir og hjálp­leg­ir og lögðu upp úr því að þeir væru með þessu að leggja sitt af mörk­um. Þetta er að mörgu leyti ný staða fyr­ir Pól­verja, sem sjálf­ir hafa gengið í gegn­um mikla erfiðleika á und­an­förn­um ára­tug­um og þegið mikla aðstoð. Núna má segja að þeir séu komn­ir hinum meg­in við borðið,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Fjár­málaráðherra hitt­ir aðstoðarfjármálaráðherra Rúss­lands rétt fyr­ir þrjú að ís­lensk­um tíma, til að ræða um mögu­legt lán.  „Það er tals­vert lengra í land þar. Í raun eru eig­in­leg­ar samn­ingaviðræður ekki hafn­ar, held­ur bara und­ir­bún­ing­ur og þreif­ing­ar,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Ræddi við Darling

Hann seg­ir að mark­miðið sé að koma á þríliða fundi með Hol­lend­ing­um og Bret­um í fram­hald­inu, en óljóst hvort af slík­um fundi verði. Hann hitti þó Al­ista­ir Darling, fjár­málaráðherra Bret­lands, og átti við hann óform­legt spjall fyrr í dag. 

„Þar var bara staðfest­ur sam­eig­in­leg­ur áhugi á því að reyna að halda áfram að leita lausna, og hann var sam­mála því að þetta væri mál sem endi­lega þyrfti að fara að leysa. Hann virt­ist vera sæmi­lega vel upp­lýst­ur um málið og stöðu þess, og sagðist auðvitað fagna því ef hreyf­ing kæm­ist á það mál á nýj­an leik.“

Þá hitt­ir Stein­grím­ur fjár­málaráðherra Hol­lands á morg­un.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert