Óhyggilegt að afþakka aðstoð AGS

Þorvaldur Gylfason.
Þorvaldur Gylfason. mbl.is/Golli

Þor­vald­ur Gylfa­son, pró­fess­or, seg­ir að það væri mjög óhyggi­legt að afþakka frek­ari aðstoð Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. „Við það myndi traust um­heims­ins á Íslandi þverra til muna," sagði Þor­vald­ur í Silfri Eg­ils í Sjón­varp­inu. 

„Setj­um svo að við ætt­um kost á því að Norður­lönd­in eða Nor­eg­ur einn myndi skaffa það fé, sem Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn ætlaði að koma með hingað hinn. Þá vær­um við að ætl­ast til þess, að heim­ur­inn taki jafn­mikið mark á Norðmönn­um og hann tek­ur á Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Ég held að, þrátt fyr­ir mikla og verðskuldaða virðingu sem um­heim­ur­inn ber fyr­ir Norðmönn­um, þá kæmi það ekki í sama stað niður," sagði Þor­vald­ur.

Hann sagði að Íslend­ing­ar þurfi gjald­eyr­is­lán­in, sem samið hef­ur verið um við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn og Norður­lönd­in. Hann sagði að Alþingi hefði tekið fram fyr­ir hend­urn­ar á rík­is­stjórn­inni varðandi Ices­a­ve-samn­ing­ana og það væri ástæðan fyr­ir því að efna­hags­áætl­un Íslands og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins hefði ekki gengið eft­ir til fulls og lán­in væru ekki í höfn.

Sagði Þor­vald­ur að þetta skapaði tvíþætta hættu. Ann­ars veg­ar að ekki væri til næg­ur gjald­eyr­is­forði í land­inu til að tryggja að Íslend­ing­ar geti staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar og hins­veg­ar að þegar gjald­eyr­is­höft­un­um verður aflétt verði ekki til næg­ur gjald­eyr­ir til að forða hættu á geng­is­falli krón­unn­ar.

Tryggvi Þór Her­berts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði í þætt­in­um, að hann teldi að áætl­un­in, sem sett var upp með Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum sé allt of brött. Íslend­ing­um sé gert sam­kvæmt henni að draga allt of mikið sam­an og það gæti búið til ein­hvers­kon­ar víta­hring.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hefði ekk­ert lært af reynsl­unni og nálgaðist hlut­ina á sama hátt hér og í öðrum lönd­um. Þá hefði sjóður­inn komið fram eins og inn­heimtu­stofn­un fyr­ir stóra er­lenda fjár­magnseig­end­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert