Samþykktu Icesave blindandi

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. mbl.is/Ómar

Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir, þing­flokks­formaður VG, sagði í Silfri Eg­ils í dag, að rík­is­stjórn Íslend­inga hefði samþykkt Ices­a­ve-samn­ing­ana blind­andi, án þess að hafa séð þá „fyr­ir utan einn mann sem heit­ir Ögmund­ur Jónas­son og hef­ur nú verið gerður brott­ræk­ur úr rík­is­stjórn." Það sama hefðu þing­flokk­ar stjórn­ar­flokk­anna gert að und­an­skild­um nokkr­um þing­mönn­um VG.

„Það er gríðarleg­ur miss­ir að Ögmundi Jónas­syni í rík­is­stjórn Íslands," sagði Guðfríður Lilja. „Ég hef stutt þessa rík­is­stjórn af fús­um og frjáls­um vilja og geri enn. Rík­is­stjórn­in veikist hins veg­ar gríðarlega sem vinstri­stjórn... Það sem ég held að rík­is­stjórn­in ætti að gera núna er að end­ur­skoða allt sem hún hef­ur gert og bjóða Ögmundi Jónas­syni aft­ur að borðinu fyr­ir Ísland."

Þegar Guðfríður Lilja var spurð hvort hún væri ekki í raun að segja að VG væri klof­inn flokk­ur og hluti hans væri á leið út úr rík­is­stjórn­inni svaraði hún neit­andi en sagði, að rík­is­stjórn­in yrði að taka sig á með opn­ari og lýðræðis­legri vinnu­brögð að leiðarljósi.

Guðfríður Lilja sagði að niðurstaða í Ices­a­ve-samn­ing­um yrði að fá að koma fyr­ir Alþingi og fá þar opna og lýðræðis­lega meðferð. Fyr­ir því hefði Ögmund­ur beitt sér í rík­is­stjórn­inni en þar hefði verið krafa um að menn hefðu eina skoðun á mál­inu.

Þá gagn­rýndi hún þær yf­ir­lýs­ing­ar for­svars­manna stjórn­ar­inn­ar að það yrði að liggja fyr­ir að meiri­hluti væri fyr­ir mál­inu á Alþingi ef leggja ætti niður­stöðu Ices­a­ve-samn­inga fyr­ir þingið.  „Alþingi á að koma að þessu máli óhlekkjað," sagði Guðfríður Lilja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert