Tekist á um stjórnmálastefnur á landsþingi UJ

Hannes Hólmsteinn Gissurarson ætlar að heiðra Unga jafnaðarmenn með nærveru …
Hannes Hólmsteinn Gissurarson ætlar að heiðra Unga jafnaðarmenn með nærveru sinni í dag. mbl.is/Golli

Á landsþingi Ungra jafnaðarmanna tak­ast Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son pró­fess­or í stjórn­mála­fræði og Kristrún Heim­is­dótt­ir, fyrr­ver­andi aðstoðarmaður ut­an­rík­is­ráðherra, á um hvaða hug­mynda­fræði eigi að hafa að leiðarljósi við upp­bygg­ingu Íslands. Rök­ræður þeirra fara fram klukk­an 15.00 í Iðnó í dag.

„Við kunn­um Hann­esi góðar þakk­ir fyr­ir að koma. Við vilj­um sýna ungu fólki hvernig á að bera sig að í mál­efna­leg­um rök­ræðum. Marg­ir hræðast rök­ræður um póli­tík. Ungt fólk verður að þora að tak­ast á við aðra og standa fyr­ir sín­um hug­mynd­um. Kristrún og Hann­es standa fyr­ir sitt hvora hug­sjón­ina og hafa gjör­ólík­ar skoðanir. Það verður spenn­andi og fróðlegt að sjá þau tak­ast á," seg­ir Anna Pála Sverr­is­dótt­ir, frá­far­andi formaður UJ, í til­kynn­ingu frá UJ.

Fleira er á dag­skránni í dag. Aðal­steinn Leifs­son, stjórn­mála­fræðing­ur og kenn­ari við Há­skól­ann í Reykja­vík ræðir um Evr­ópu­sam­bandið klukk­an 16.00 en þar á eft­ir verður kosið til miðstjórn­ar og fram­kvæmda­stjórn­ar UJ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert