Tvær bílveltur í hálku á Mýrdalssandi

mbl.is/Júlíus

Lögreglan á Hvolsvelli vill vara vegfarendur við mikilli hálku á Mýrdalssandi. Nú þegar hafa orðið tvær bílveltur með stuttu millibili um 20 km austan við Vík í Mýrdal. Að sögn lögreglu voru lítil meiðsli í þeirri fyrri en í þeirri seinni voru meiðslin talsverð. Lögregla er við störf á vettvangi.

Að sögn lögreglu valt seinni bifreiðin um 500 metra frá þeirri fyrri, en lögregla og sjúkralið voru þá á vettvangi. Þetta gerðist um kl. 18 í kvöld.

Þeir sem slösuðust verðar fluttir á heilsugæsluna á Vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert