„Ég held að það mál sé nú skemmra á veg komið í Noregi en sagt var í fyrstu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um mögulegt lán frá Noregi sem verið hefur í umræðunni.
Eins og kunnugt er hafa framsóknarmenn sagt norska miðjuflokkinn vera reiðubúinn að lána Íslendingum fé, óháð áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
„Auðvitað skortir mig ekki áhuga á að vera í góðu sambandi við Norðmenn,“ segir Steingrímur. „En ég held að þetta mál sé bara á algjöru hugmyndastigi hjá einhverjum tilteknum einstaklingum í norskum stjórnmálum og ótímabært að blása það út sem einhver stórtíðindi.“