Cararua Alana besti hundurinn

Cararua Alana með eigendum og dómurum.
Cararua Alana með eigendum og dómurum. mbl.is/Jón Svavarsson

Írska setter tíkin Cararua Alana var valin besti hundurinn á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ) sem fram fór í reiðhöllinni í Víðidal um helgina.

Cararua Alana er fimm ára gömul og er eigandi hennar Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður HRFÍ. Yfir 750 hreinræktaðir hundar af meira en 80 hundakynjum tóku þátt í keppninni sem hefur vaxið talsvert á undanförnum árum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Cararua Alana hlýtur þennan heiður en hún hefur a.m.k. tvisvar áður náð þessum árangri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka