Fálkaorða seld fyrir nær hálfa milljón

Fálkaorðan með stórriddarakrossi.
Fálkaorðan með stórriddarakrossi. mbl.is

Stórriddarakross með stjörnu, þriðja stig hinnar íslensku Fálkaorðu seldist á 2.600 evrur, jafnvirði nær 475.000 króna, á þýsku uppboði fyrir safnara á föstudag. Upphafsboð var 1.500 evrur.

Einnig seldist stórriddarakross á 2.000 evrur, rúmar 360.000 krónur og  riddararkross á 440 evrur, rétt um 80.000 krónur.

Riddarakross er fyrsta stig Fálkaorðunnar, það sem flestir eru sæmdir. Stórriddarakross er annað stig, og þá stórriddarakross með stjörnu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert