Greip í handbremsuna

Lögreglan á vettvangi í kvöld.
Lögreglan á vettvangi í kvöld. mynd/Alfons Finsson

Barn greip í handbremsu skólarútu sem valt á Útnesvegi undir Ólafsvíkurrenni á Snæfellsnesi í dag. Sex börn, á aldrinum 9-12 ára, voru í rútunni ásamt bílstjóranum. Engan sakaði. Tilkynning barst til lögreglu kl. 17:28.

Að sögn lögreglunnar á Snæfellsnesi voru öll börnin í bílbeltum. Eitt þeirra, sem sat fyrir aftan bílstjórann, náði að teygja sig í handbremsu rútunnar og kippa í hana með þeim afleiðingum að afturdekkin læstust, rútan rann og valt á hliðina.

Vegurinn var lokaður á meðan lögregla athafnaði sig á vettvangi, rútan reist við og hún fjarlægð. Aðgerðum lauk um kl. 19:30. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert