Makríll gefur milljarða

Makríll
Makríll mbl.is

Svipt­ing­ar hafa verið hjá út­gerðum upp­sjáv­ar­skipa und­an­far­in ár. Mak­ríll sem áður var flæk­ing­ur á Íslands­miðum er nú orðinn einn mesti nytja­fisk­ur­inn og gull­depl­an bjargaði miklu í vet­ur. Veiðar á kol­munna og norsk-ís­lenskri síld hafa gengið vel í ár, en það sama verður ekki sagt um loðnu og sýkta ís­lenska sum­argots­s­íld.

Útflutn­ings­verðmæti upp­sjáv­ar­af­urða nam í fyrra tæp­um 35 millj­örðum, en tæp­lega 22 millj­örðum árið 2007. Af loðnu veidd­ust um 307 þúsund tonn árið 2007, um 149 þúsund í fyrra og aðeins 15 þúsund tonn síðasta vet­ur. Útflutn­ings­verðmæti loðnu­af­urða hef­ur gjarn­an verið í kring­um tólf millj­arða á ári, en þegar best hef­ur látið hef­ur loðnan gefið um 20 millj­arða.

Í ár hafa veiðst rúm­lega 116 þúsund tonn af mak­ríl og svipað af kol­munna. Til loka ág­úst­mánaðar var búið að veiða 186.300 tonn af norsk-ís­lenskri síld og voru júlí og ág­úst sér­lega gjöf­ul­ir. Norsk ís­lenska síld­in hef­ur í ár nán­ast öll verið veidd í ís­lenskri lög­sögu og meira verið unnið til mann­eld­is í landi en áður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert