Ögmundur: Var stillt upp við vegg

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson Ómar Óskarsson

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir í pistli á vef sínum í dag að honum hafi verið stillt upp vegg og settir afarkostir.

„Mig langar til að þakka fyrir allar þær góðu kveðjur sem ég hef fengið eftir að ég sagði mig úr ríkisstjórninni. Menn spyrja hvers vegna ég hafi ákveðið að segja af mér. Fram hefur komið að það gerði ég með trega og eftirsjá en átti ekki annarra kosta völ eftir að mér var stillt upp við vegg og settir afarkostir einsog glögglega mátti sjá bæði í Morgunblaðinu ogs Fréttablaðinu daginn sem ég tók þessa ákvörðun," segir á vef Ögmundar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert