Sáu loftstein í Ölfusi

Mynd birtist á heimasíðu Selfosslögreglunnar sýnir loftsteininn falla til jarðar.
Mynd birtist á heimasíðu Selfosslögreglunnar sýnir loftsteininn falla til jarðar.

Lög­reglu­menn, sem voru á leið aust­ur Eyr­ar­bakka­veg laust eft­ir miðnættið í nótt, urðu vitni að því er him­in­inn lýst­ist upp með græn­blá­um bjarma. Seg­ir lög­regl­an að þarna hafi greini­lega stór loft­steinn fallið til jarðar.

Fram kem­ur á vef lög­regl­unn­ar, að loft­steinn­inn hafi komið með um 45° halla inn í gufu­hvolfið með stefnu að Ölfusá.  Steinn­inn kom inn í eftilits­mynda­vél lög­reglu­bif­reiðar­inn­ar og má þar sjá að rétt um það bil sem það ger­ist mynd­ast mik­ill blossi og steinn­inn kem­ur síðan inn í mynd­ina og brenn­ur upp. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert