Stefnuræða flutt í kvöld

Jóhanna Sigurðardóttir flytur stefnuræðu fyrr á þessu ári.
Jóhanna Sigurðardóttir flytur stefnuræðu fyrr á þessu ári. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, mun flytja stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld og verða umræður um ræðuna í kjöl­farið. Verður umræðunni út­varpað og sjón­varpað í Rík­is­út­varp­inu og hefst klukk­an 19:50.

Umræðurn­ar skipt­ast í þrjár um­ferðir.  Ræðumenn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar verða í fyrstu um­ferð Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Árni Páll Árna­son fé­lags­málaráðherra í ann­arri og Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Norðvest­ur­kjör­dæm­is, í þriðju um­ferð.

Ræðumenn fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk verða Bjarni Bene­dikts­son,  þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is, í fyrstu um­ferð, Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir,  þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is, í ann­arri um­ferð og Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Suður­kjör­dæm­is, í þriðju um­ferð.

Ræðumenn fyr­ir Vinstri hreyf­ing­una - grænt fram­boð verða Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta­málaráðherra í fyrstu um­ferð, í ann­arri Svandís Svavars­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra, og í þriðju um­ferð Björn Val­ur Gísla­son, þingmaður Norðaust­ur­kjör­dæm­is.

Fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk tala Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður, í fyrstu um­ferð, í ann­arri Siv Friðleifs­dótt­ir,  þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is, og í þriðju um­ferð Sig­urður Ingi Jó­hanns­son,   þingmaður Suður­kjör­dæm­is.

Fyr­ir Hreyf­ing­una tala í fyrstu um­ferð Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður, í ann­arri Mar­grét Tryggva­dótt­ir,  þingmaður Suður­kjör­dæm­is, og í þriðju um­ferð Þór Sa­ari,  þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is.

Þrá­inn Bertels­son þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður, er síðasti ræðumaður í fyrstu um­ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert