Stíf fundahöld í Istanbúl

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Sigurður Bogi

Íslensk sendi­nefnd mun funda stíft í Ist­an­búl næstu daga, en árs­fund­ur Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og Alþjóðabank­ans stend­ur þar yfir í vik­unni. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra hitt­ir Wou­ter Bos, fjár­málaráðherra Hol­lands, í dag til að ræða um Ices­a­ve-deil­una.

Þá mun fund­ur með Rúss­um, um mögu­legt lán til Íslend­inga, vænt­an­lega einnig halda áfram í dag. Á morg­un hitt­ir fjár­málaráðherra svo Dom­in­ique Strauss-Kahn, fram­kvæmda­stjóra Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, og fund­ar einnig með portú­gölsku sendi­nefnd­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert