Íslensk sendinefnd mun funda stíft í Istanbúl næstu daga, en ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans stendur þar yfir í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hittir Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, í dag til að ræða um Icesave-deiluna.
Þá mun fundur með Rússum, um mögulegt lán til Íslendinga, væntanlega einnig halda áfram í dag. Á morgun hittir fjármálaráðherra svo Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og fundar einnig með portúgölsku sendinefndinni.