Hollenskir innistæðueigendur vilja höfða skaðabótamál gegn Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu og jafnvel hollenska seðlabankanum.
Gerard van Vliet, talsmaður samtaka hollenskra Icesave-innistæðueigenda, sagði í samtali við Morgunblaðið að óskastaðan væri að geta höfðað skaðabótamál hér á landi gegn bæði seðlabanka og FME.
Það skapi vandamál að erfitt sé að finna bæði óhlutdræga dómara og lögmenn sem ekki séu á einn eða annan hátt tengdir fjármálahruninu.
Um 200 manns eru í samtökunum og segjast þau eiga samtals 25 milljónir evra inni vegna Icesave.