Samtals 63 milljarðar fóru í kaup úr sjóði Landsbanka

Verðmæti bréfa í peningamarkssjóðum var mun minna en það sem …
Verðmæti bréfa í peningamarkssjóðum var mun minna en það sem borgað var fyrir þau. Árni Sæberg

Nýi Landsbankinn keypti skuldabréf úr peningamarkaðssjóði bankans fyrir 63 milljarða króna áður en sjóðfélagar fengu greitt út úr honum síðastliðið haust. Þetta kemur fram í gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Sjóðfélagar fengu í kjölfarið 68,8 prósent af eign sinni greidd út. Virði þeirra bréfa sem keypt voru út úr sjóðunum reyndist hins vegar vera mun minna en bankarnir greiddu fyrir þau líkt og kom fram í Morgunblaðinu á laugardag.

Alls greiddu nýju bankarnir þrír, Landsbanki, Kaupþing og Íslandsbanki, 83,3 milljarða króna fyrir skuldabréf sem þeir keyptu úr peningamarkaðssjóðum sínum.

Þorri skuldabréfanna sem voru í sjóðunum var frá bönkunum sjálfum og tengdum fyrirtækjum á borð við Milestone, Stoðir/FL Group, Samson, Existu, Atorku, Baug og Eglu sem öll eru annaðhvort í greiðslustöðvun eða gjaldþroti.

Því tóku ríkisbankarnir, í eigu íslenska ríkisins, á sig stóran hluta taps þeirra sem áttu hlutdeildarskírteini í peningamarkaðssjóðum gömlu viðskiptabankanna þriggja.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert