„Ætli maður lifi það ekki af“

00:00
00:00

Á því ári sem í dag er liðið frá því að Geir Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, ákallaði mátt­ar­völd­in til bless­un­ar þjóðinni, hafa af­leiðing­ar ham­far­anna blasað við á hverj­um degi.

Á sama tíma og at­vinnu­leysi hef­ur auk­ist jafnt og þétt hef­ur skulda­byrði ein­stak­linga og rík­is­ins vaxið, kaup­mátt­ur hef­ur rýrnað og kjör al­menn­ings hríðversnað. Af­leiðing­arn­ar eru megn óánægja sem meðal ann­ars gat af sér búsáhalda­bylt­ing­una marg­frægu í byrj­un árs­ins.

Á meðan fyr­ir­tæki rifa segl­in og fella þau jafn­vel al­veg hafa hjálp­ar­stofn­an­ir aldrei haft meira að gera. Prest­ar og sál­fræðing­ar greina frá aukn­um fjöl­skyldu- og hjóna­bandserfiðleik­um og marg­ir hafa áhyggj­ur af börn­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert