Biður þjóðina afsökunar

Alþingismenn á þingi.
Alþingismenn á þingi. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi í dag, að sér væri það skylt sem forsætisráðherra, að biðja íslensku þjóðina afsökunar fyrir hönd ríkisins og stjórnsýslunnar á þeirri vanrækslu og því andvaraleysi sem leiddu meðal annars til bankahrunsins á síðasta ári. 

„Bankarnir brugðust, stjórnkerfið brást, stjórnmálin brugðust, eftirlitskerfið brást, fjölmiðlarnir brugðust, hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást og það hafa efalítið verið teknar margar rangar ákvarðanir sem leiddu okkur í þessa erfiðu stöðu," sagði Jóhanna.

Hún sagðist m.a. heyra það á fólki sem kunni á viðskiptalífinu og verðbréfaviðskiptum, að ekki hafi átt sér stað nægilega miklar breytingar í bankakerfinu og enn sætu sömu klíkurnar og hagsmunahóparnir enn að kjötkötlunum víða í samfélaginu. Þetta viji ríksistjórnin og almenningu sjá breytast.

Þá sagði Jóhanna, að megináherslur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum væru tvær: Í fyrsta lagi að koma Íslandi út úr kreppunni eins fljótt og hægt er á grundvelli norrænna velferðargilda og í öðru lagi að koma í veg fyrir að hrun af þessu tagi endurtaki sig.

„Við þurfum að  kveðja ár hrunsins og horfa fram á veginn," sagði Jóhanna. „Þótt margt hafi breyst í hruninu, þá breytist það aldrei að Ísland er og verður land tækifæranna en það er í okkar höndum hvernig þau tækifæri verða nýtt."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert