Jóhanna gagnrýnir Brown

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir Ómar Óskarsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, gagn­rýn­ir Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, harðlega fyr­ir setn­ingu hryðju­verka­lag­anna fyr­ir ári síðan í viðtali við blaðið Fin­ancial Times í dag. Hún seg­ir í viðtal­inu að sú seink­un sem hef­ur orðið á greiðslum frá Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðnum sé óá­sætt­an­leg.

Kem­ur fram í FT að ákvörðun Breta að setja hryðju­verka­lög­in til þess að fyrsta eign­ir Íslend­inga hafi aukið krepp­una á Íslandi og eyðilegt sam­bandið á milli tveggja ríkja inn­an Atlants­hafs­banda­lags­ins. 

„Það að stimpla vin og banda­mann til langs tíma sem hryðju­verka­mann er gjörn­ing­ur sem við mun­um seint gleyma," seg­ir Jó­hanna við FT. „Það sær­ir."

Fjallað er um deil­ur Íslend­inga við Breta og Hol­lend­inga út af Ices­a­ve reikn­ing­um Lands­bank­ans í grein­inni en um inni­stæður fyr­ir um fjóra millj­arða evra hafi horfið. 

Seg­ir Jó­hanna að það sé ósann­gjarnt að bæði AGS og nor­rænu rík­in hafi gert það að skil­yrði að leysa þurfi Ices­a­ve deil­una áður en Íslend­ing­ar fái lán. Hins veg­ar von­ist hún til þess að end­ur­skoðun láns­ins geti haf­ist hjá AGS á næstu vik­um.

Seg­ir hún að bresk og hol­lensk yf­ir­völd geti ekki þvegið hend­ur sín­ar af ábyrgð eig­in fjár­mála­eft­ir­lita vegna ís­lensku bank­anna sem störfuðu í lönd­un­um tveim­ur.  

Hún seg­ir að þar stang­ist á gerðir Breta og meg­in­reglu Brown sjálfs. Með því að láta Íslend­inga greiða fyr­ir mis­tök ís­lensks einka­banka. „Breski for­sæt­is­ráðherr­ann hef­ur sagt að al­menn­ing­ur eigi ekki að líða fyr­ir rang­ar gjörðir bank­anna en að  bank­arn­ir eigi að umb­una al­menn­ingi. Greini­lega tel­ur hann ekki ís­lensk­an al­menn­ing þar með," seg­ir Jó­hanna.

Hún seg­ir að Íslend­ing­ar beri sjálf­ir ein­hverja ábyrgð hrun­inu en helsta skýr­ing­in sé óham­inn kapital­ismi og græðgi. Auk mik­il­mennsku­brjálæðis og krosseigna­tengsla fárra leik­manna.

Jó­hanna seg­ir í viðtal­inu að lausa­fjár­krepp­an hafi orðið til þess að ís­lensku bank­arn­ir hrundu en stjórn­mála­menn og eft­ir­lits­stofn­an­ir á Íslandi hefðu átt að krefjast þess að bank­arn­ir drægju sam­an segl­in.

Viðtalið við Jó­hönnu í heild
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert