Óráðsía en ekki hagsæld

Á síðustu fjór­um árum fyr­ir hrun óx verg lands­fram­leiðsla að jafnaði um 4,4% á mann á ári. Svo háum hag­vexti standa fæst­ar þjóðir und­ir þegar til lengri tíma er litið. Skell­ur­inn varð hins veg­ar meiri en bú­ist var við og að ein­hverju leyti má kenna út­rás­ar­tím­ann við óráðsíu frek­ar en raun­veru­lega hag­sæld.

Þetta er meðal niðurstaðna í stöðuskýrslu, sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un og Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands hafa gert fyr­ir for­sæt­is­ráðuneytið en stofn­an­irn­ar voru í júní beðnar um að vinna stutta stöðuskýrslu um ís­lenskt sam­fé­lag. Eng­ar frum­rann­sókn­ir voru unn­ar held­ur byggt á fyr­ir­liggj­andi efni.

Í skýrsl­unni kem­ur einnig fram, að kaup­mátt­ar­aukn­ing hafi verið mik­il síðustu ára­tug­ina hjá nán­ast öll­um þjóðfé­lags­hóp­um. Hag­sæld­in gerði auk­in fram­lög til ým­issa mála­flokka mögu­lega, svo sem til mennta- og heil­brigðismála, en efn­is­leg­um gæðum var mis­skipt, einkum í lok tíma­bils­ins. Kaup­mátt­ar­aukn­ing lág­tekju­fólks og meðal­tekju­fólks var minni en hjá há­tekju­fólki. 

Skýrslu­höf­und­ar nefna at­vinnu­leysi sem mestu hætt­una sem steðjar að. Kem­ur fram í skýrsl­unni að stjórn­völd ættu að huga að aðgerðum sem tryggja sveigj­an­leika á vinnu­markaði og hvernig megi koma þeim til aðstoðar sem missa vinn­una. Ef lang­tíma­at­vinnu­leysi auk­ist enn frek­ar þá hafi það ekki aðeins í för með sér efna­hags­leg­an kostnað held­ur bæt­ast við ýmis fé­lags­leg vanda­mál sem erfitt get­ur reynst að vinna bug á.

Fram kem­ur að skatt­ar á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki hafi lækkað á síðustu tveim­ur ára­tug­um. Ein helsta ástæðan fyr­ir því að stjórn­völd lækkuðu skatta var sú að þannig var talið að mætti lokka hingað er­lenda fjár­fest­ingu.

„Reynsl­an sýn­ir þó tæp­ast að sú hafi verið raun­in. Fjár­fest­ing­ar er­lendra aðila á Íslandi hafa eft­ir sem áður verið aðallega í stóriðju og fjár­magns­flutn­ing­ar til að hagn­ast á já­kvæðum vaxtamun milli Íslands og út­landa," að því er seg­ir í skýrsl­unni.

Jafn­væg­is­leysi síðustu ára birt­ist að sögn skýrslu­höf­unda í mörg­um mynd­um. Ein er sú að vísi­tala launa, sem mæl­ir al­mennt launa­stig í land­inu, hækkaði mun meira en fram­leiðni vinnu­afls. Þetta þýðir að hluti launa­hækk­ana Íslend­inga var inni­stæðulaus.

Vand­inn er hve fáir eiga í mikl­um vanda

Fjallað er um skuld­ir heim­il­anna í skýrsl­unni. Þar kem­ur fram að þær hafi auk­ist hratt á síðustu árum sér­stak­lega þó upp úr ár­un­um 2003 og 2005 sem skýrist vænt­an­lega af inn­komu bank­anna á hús­næðislána­markaðinn. 

„Skuld­setn­ing­in hef­ur einnig auk­ist hröðum skref­um, líka utan hins hefðbundna banka­kerf­is. Þá virðist vera sem stærst­ur hluti hús­næðis­skuld­anna sé hjá þeim sem eiga þrátt fyr­ir allt stór­an hlut í hús­næðinu. Dreif­ing hús­næðis­skulda er hins veg­ar mjög ójöfn þar sem um 68% hús­næðiseig­enda eiga eign sem er minna en 30 millj­óna kr. virði en bera um helm­ing af heild­ar­hús­næðis­skuld­um þjóðar­inn­ar. Vand­inn sem stjórn­völd standa frammi fyr­ir er að hluta til sá að það eru í raun svo fáir sem eru í mikl­um vanda. Það þýðir að aðgerðir til hjálp­ar þess­um heim­il­um, sem fylla þann hóp sem er verst stadd­ur, eru kostnaðarsam­ar en hjálpa fáum."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert