Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði í þingumræðum í dag, að taka verði til í kerfinu en þar væru sömu embættismennirnir enn við völd og voru í aðdraganda hrunsins.
„Það er ekki bara öll stjórnsýslan sem er undir... Það þarf einfaldlega að taka þrju efstu lögin: ráðuneytisstjórana og forstjórana, skrifstofustjórana, sviðsstjórana og deildarstjórana og annað hvort að segja þeim upp og endurráða þá annarstaðar í stjórnsýslunni eða bara segja þeim upp; eða að færa til þetta fólk þannig að það geti ekki haldið áfram eins og verið hefur.
Þór sagðist telja eins og fleiri, að aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé farin að valda tjóni hér. Það sé skylda ríkisstjórnarinnar að velta upp plani B og koma Alþjóðagjaldeyrissjóðnum burtu og leysa mál Íslendinga á skaplegri hátt, en gert er ráð fyrir í áætlun sjóðsins.
Þór sagði fyrr í umræðunni, að þingmenn Hreyfingarinnar styddu ríkisstjórnina.