Ölgerðin undrast á því að stjórnvöld skuli leggja 160 kr. á hverja lítraflösku af ávaxtaþykkni, sem notað er til að blanda djús. Fram kemur í tilkynningu að ávaxtaþykkni hafi ekki verið dýr vara og þegar 160 kr. séu lagðar á hvern lítra, nálgist það að vera um 45% hækkun.
Þá segir að Bónus hafi brugðið á það ráð að setja upp skilti í verslunum til að útskýra það hvers vegna varan hækkar skyndilega um heil 45% í verði.
Skiltið í versluninni minni fólk á það sé ríkið sem rukki hverja fjölskyldu um 160 kr.
„Í fjármálaráðuneytinu virðist enginn geta svarað því, hvers vegna þykknið lendir svona sérstaklega illa í fjáröflun stjórnvalda. En þótt orsökin sé hulin þá er afleiðingin skýr. Hagkvæmasti svaladrykkur fjölskyldunnar kostar allt að 45% meira en hann gerði áður, hvort sem er með eða án sykurs.“