Undrast allt að 45% álögur ríkisins

Ávaxtaþykkni.
Ávaxtaþykkni.

Ölgerðin undr­ast á því að stjórn­völd skuli leggja 160 kr. á hverja lítra­flösku af ávaxtaþykkni, sem notað er til að blanda djús. Fram kem­ur í til­kynn­ingu að ávaxtaþykkni hafi ekki verið dýr vara og þegar 160 kr. séu lagðar á hvern lítra,  nálg­ist það að vera um 45% hækk­un.

Þá seg­ir að Bón­us hafi brugðið á það ráð að setja upp skilti í versl­un­um til að út­skýra það hvers vegna var­an hækk­ar skyndi­lega um heil 45% í verði.
Skiltið í versl­un­inni minni fólk á það sé ríkið sem rukki hverja fjöl­skyldu um 160 kr.

„Í fjár­málaráðuneyt­inu virðist eng­inn geta svarað því, hvers vegna þykknið lend­ir svona sér­stak­lega illa í fjár­öfl­un stjórn­valda. En þótt or­sök­in sé hul­in þá er af­leiðing­in skýr. Hag­kvæm­asti svala­drykk­ur fjöl­skyld­unn­ar kost­ar allt að 45% meira en hann gerði áður, hvort sem er með eða án syk­urs.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert