Unglingar heiðra Helga Hóseasson

Helgi Hóseasson
Helgi Hóseasson Brynjar Gauti

Unglingar úr félagsmiðstöðvunum Buskanum og Þróttheimum í Voga- og Langholtshverfi ætla á morgun að standa fyrir minningargöngu um Helga Hóseasson. Gengið verður að horninu þar sem Helgi stóð alltaf með mótmælaspjöld sín og verður einnar mínútu þögn.

Gangan er skipulögð og útfærð af unglingunum sjálfum. Safnast verður saman á horni Langholtsvegar og Skeiðavogs kl. 19:30. Gangan hefst kl. 20 og verður gengið að gatnamótum Langholtsvegar og Holtavegar þar sem staðnæmst verður. Að lokinni einnar mínútu þögn, til minningar um aðalmótmælanda Íslands, verður boðið upp á kaffi og kakó í félagsmiðstöðinni Þróttheimum við Holtaveg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert