Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í dag, að efnahagsvandi Íslands felist aðallega í skuldunum. Þegar litið sé framhjá þeim sé margt jákvætt í þjoðarbúinu, framleiðslugetan mikil og innviðir samfélagsins geti skapað óhemju verðmæti.
Sigmundur Davíð sagði, að sérstaða sérstaða Íslands í þessari fjármálakreppu væri, að langmest af því tapi, sem hér varð, stefndi í að lenda hjá erlendum áhættufjárfestum, sem lánuðu íslensku bönkunum allt of mikla peninga.