Vandinn liggur í skuldunum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Heiðar

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í umræðum á Alþingi í dag, að efna­hags­vandi Íslands fel­ist aðallega í skuld­un­um. Þegar litið sé fram­hjá þeim sé margt já­kvætt í þjoðarbú­inu, fram­leiðslu­get­an mik­il og innviðir sam­fé­lags­ins geti skapað óhemju verðmæti.

Sig­mund­ur Davíð sagði, að sérstaða sérstaða Íslands í þess­ari fjár­málakreppu væri, að lang­mest af því tapi, sem hér varð, stefndi í að lenda hjá er­lend­um áhættu­fjár­fest­um, sem lánuðu ís­lensku bönk­un­um allt of mikla pen­inga. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert