Edda Heiðrún Bachmann tók í dag á móti fé sem safnaðist á kanilsnúðadögum í IKEA um helgina. Upphæðin 864.000 kr. var safnað fyrir hönd Grensásdeildar.
Einnig voru úrslit kynnt um hvaða bakarí var með besta kanilsnúðinn og safnaði þar af leiðandi mestu. Það voru þeir Stefán Hrafn Sigfússon og Axel Þorsteinsson frá Mosfellsbakaríi sem sigruðu keppnina í ár. Allir bakararnir voru mættir og tóku á móti verðlaunum og viðurkenningum fyrir þátttöku í keppninni.
Fram kemur í tilkynningu að IKEA hafi einnig ákveðið að standsetja litla íbúð á Grensási. Sú íbúð muni verða notuð til hjálpar þeim sem séu á leið út í lífið á ný eftir endurhæfingu. Þetta muni auðvelda þeim sem þar fái að búa, að aðlagast daglegu lífi á nýjan leik með aðstoð starfsfólks Grensásdeildar.