Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug í gærkvöldi og sáust a.m.k. 13 borgarísjakar út af Vestfjörðum. Borgarísjaki sást næst landi 77 sjómílur vestnorðvestur af Bjargi. Líklegt er að minni jakar séu á svæðinu og jafnvel nær landi sem geta verið varasamir skipum. Einnig hefur orðið vart við ísjaka í Húnaflóa, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar..
Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu þar sem borgarísjakarnir eru hættulegir skipum og sumir jakarnir geta sést illa í radar. Einnig er minnt á að borgarís er nokkuð algengur á þessum tíma árs í nánd við landið.
Sjá myndir og kort á vef Veðurstofunnar