Búist við löngum fundi

Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson heilsast fyrir fund VG. …
Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson heilsast fyrir fund VG. Jón Bjarnason fylgist með. mbl.is/Ómar

Þing­flokks­fund­ur Vinstri grænna er haf­inn og er bú­ist við mjög löng­um fundi. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður flokks­ins, mun gera grein fyr­ir umræðum sem hann átti á árs­fundi Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins í Tyrklandi um Ices­a­ve og efna­hags­áætl­un sjóðsins. Einnig verður rætt um rík­is­stjórn­ar­sam­starfið.

Heyra má sama tón í öll­um þing­mönn­um flokks­ins, þ.e. að þeir séu mætt­ir til að leysa mál­in. Fund­ur­inn fer fram á skrif­stof­um flokks­ins í Aðalstræti, í gömlu Mogga­höll­inni svo­kölluðu.

Aðspurður seg­ist Stein­grím­ur bú­ast við góðum fundi í kvöld. Farið verði vel yfir mál­in. „Þetta er góður hóp­ur. Við erum öll vin­ir og fé­lag­ar, og vilj­um vera það áfram,“ sagði Stein­grím­ur þegar hann var spurður hvort hann ætti von á því að vær­ing­arn­ar inn­an flokks­ins myndu skilja eft­ir sig sár.

Spurður um ferð sína til Ist­an­búl, þar sem árs­fund­ur AGS og Alþjóðabank­ans fór fram, seg­ist Stein­grím­ur ekki hafa farið er­ind­is­leysu. „Ég held að það hafi ekki verð und­an því vikist að fara í þessa ferð vegna þess að við átt­um svo mörg er­indi, og staða okk­ar svo sér­stök. Teng­ist svo mörgu sem þarna er á dag­skrá,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Hann vís­ar því á bug að ís­lensku sendi­nefnd­inni hefði verið tekið illa í Tyrklandi. „Ég held að það sé vax­andi skiln­ing­ur á því að Ísland er í mjög sér­stakri stöðu. Jafn­vel vax­andi skiln­ing­ur á því að við höf­um sætt dá­lítið ósann­gjörn­um kost­um. Það sé ósann­gjarnt að okk­ar mál séu föst vegna óskyldra deilu­mála. Það er að verða hin vand­ræðal­eg­asta staða fyr­ir alla. Ekki síst fyr­ir Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn sjálf­an. Og það er mik­ill áhugi á því að reyna að kom­ast út úr þeirri herkví, sem þessi mál hafa verið í.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert